Stundum gerast mistök og hugsanlega gerist þörf fyrir það að endurkalla (recall) sendan tölvupóst. Þetta er virkni sem er innbyggð í skrifstofuumhverfi ríkisins, en þó er mikilvægt að átta sig á því að virknin er mismunandi eftir því hvort að póstur sé sendur innan sama skýjageira eða utan hans.
Hvernig á að endurkalla póst?
Hægt er að endurkalla póst innan úr Outlook póstforritinu, en mælt er með að það sé gert úr "New Outlook" eða vefviðmótinu.
Afturköllun úr "Classic Outlook" getur virkað á annan og eldri hátt sem hugsanlega tryggir ekki fulla endurköllun.
New Outlook (Nýja útgáfan / Outlook on the Web)
Þetta forrit er í raun vefútgáfan (Outlook on the Web) í "app-umbúðum".
Til að framkvæma endurköllun:
- Farðu í Sent Items
- Veldu póstinn sem þú vilt taka til baka
- Smelltu á punktana þrjá (...) efst í hægra horninu á póstinum
- Veldu Advanced
- Smelltu á Recall Message
Þessi aðferð notast alltaf við "Cloud-Based Recall". Það þýðir að aðgerðin gerist beint á netþjóninum (Exchange Online), sem gerir endurköllunina mun áreiðanlegra og hraðvirkara en gamla aðferðin þar sem viðtakandi varð að vera með kveikt á tölvunni og opið Outlook.
Við ofangreinda aðgerð fer skipunin beint í pósthólfið í skýinu og eyðir póstinum strax, óháð því hvort viðtakandinn er með tölvuna kveikta eða slökkta.
Nánari upplýsingar má finna í grein Microsoft: Recall an Outlook email message - Microsoft Support (enska)
Ef þú ert í vafa með hvora útgáfuna af Outlook þú ert með, þá getur þessi grein hjálpað: What version of Outlook do I have? - Microsoft Support