Ef spurningar vakna, þá hvetjum við starfsfólk til að hafa samband við þjónustuborð Umbru tolvudeild@rfs.is eða fyrirspurnarsíðu á innri vef sinnar stofnunar.

Efnisyfirlit


Umbra – þjónustumiðstöð stjórnarráðsins rekur sameiginlegt Microsoft 365 umhverfi (skrifstofuumhverfi ríkisins) fyrir margar ríkisstofnanir. Innleiðing umhverfisins er áfangaskipt og hafa ríkisaðilar möguleika á því að innleiða 2. og 3. áfanga sem bæta við lausnum sem ætlað er að tryggja öryggi, stöðugleika og gæðastjórn á stafrænum vinnuumhverfum. Meðal annars er verið að ræða um lausnir eins og Microsoft Intune og Microsoft Defender for Endpoint. 

Eðlilegt er að vera tortryggin gagnvart slíkum lausnum – því er mikilvægt að vera skýr um hvað Umbra getur gert, hvað ekki, og hvaða gögn eru í raun aðgengileg. 

Hlutverk Umbru og tilgangur Intune og Defender  

LausnTilgangurDæmi um virkni 
Microsoft IntuneUmsjón og öryggisstýring tækjaSetja öryggisstillingar, virkja dulkóðun, auðkenning tækja, læsa tæki ef það glatast
Microsoft Defender for Endpoint Greina og bregðast við öryggishættumVarnir gegn spilliforritum, óæskilegum keyrslum og greining á óvenjulegri hegðun í kerfum 


Bæði Intune og Defender nýta gervigreind og hegðunargreiningu til að greina: 

  • Impossible travel (t.d. ef innskráning kemur frá tveimur löndum á svipuðum tíma). 
  • Risky sign-ins (t.d. ef notandi skráir sig inn frá óþekktri IP-tölu). 
  • Óvenjulegar keyrslur á vefþjónum eða álag á netþjónustum. 

Ef tæknin greinir eitthvað af ofangreindu, þá birtast ábendingar um slíkt í stjórnborðum Umbru en upplýsingar eru ekki notaðar til að „fylgjast með einstaklingum“, heldur til að bregðast við mögulegum öryggisógnum á kerfisstigi. 

Hver er raunverulegur aðgangur Umbru? 

AtriðiUmbra getur, að beiðni ríkisaðilaUmbra getur ekki
Stillingar á vinnuhlutumStjórnað öryggiskröfum (t.d. skjálás, dulkóðun)
Farið inn á skjöl notenda eða breytt efni á skjá
Uppfærslur og hugbúnaðurDreift hugbúnaði og uppfærslum miðlægtKeyrt hugbúnað án samþykkis notanda
Greining og viðbrögðSéð hvort veira fannst á tæki og brugðist við (læsing á tæki þar til hreinsað)Skoðað vafrasögu, skjöl eða skjámyndir
Eyðing/læsing tækisEytt gögnum tækis (útstöð, símtæki) ef það glatastEytt gögnum tækis án beiðni frá tengilið ríkisaðila
SamskiptagögnAfhent umbeðin gögn til persónuverndarfulltrúa ríkisaðila að undangenginni réttmætri beiðniSkoðað tölvupóst, gögn, aðgerðarskrár án skriflegs samþykkis notanda og persónuverndarfulltrúa ríkisaðila


Upplýsingar um aðgang Umbru að aðgerðaskrám (audit logs) í Microsoft 365 

Sem umsjónaraðili Microsoft 365 umhverfisins hefur Umbra aðgang að ákveðnum annálum/aðgerða-skráningum (e. audit logs sem Microsoft skráir sjálfkrafa um virkni notenda og kerfa. Þeim er m.a. ætlað að tryggja gagnsæi, rannsaka öryggisatvik og uppfylla lagalegar kröfur.  


Hvað eskráð? 

  • Innskráningar, t.d. hvenær notandi skráir sig inn og hvaðan. 
  • Breytingar á stillingum í SharePoint, Teams, Outlook. 
  • Aðgerðarskrár skjalanotkunar, opnun skjala, eyðing, deiling o.s.frv. 
  • Áskriftir á gögnum, sendur póstur, samræður o.fl. eftir kerfum. 


Hver er tilgangurinn? 

  • Að geta rannsakað hvort innskráning sé á réttum forsendum. 
  • Að styðja við öryggisgreiningar ef grunur leikur á ógn. 
  • Að tryggja sögu um breytingar og hver gerði hvað. 


Hver má skoða þessar skrár? 

  • Ákveðnir starfsmenn Umbru með sértæk tímabundin réttindi og beiðni frá forráðamönnum ríkisaðila. 
  • Réttmætir beiðendur ríkisaðila. 
  • Öll vinnsla og skoðanir aðgerðaskráa eru skráðar og rekjanlegar. 
  • Umbra vinnur ávallt í samstarfi við stofnun við skoðun aðgerðaskráa. 


Má Umbra nota aðgerðarskrár til að „fylgjast með" notanda? 

  • Nei. Aðgerðarskrár eru einungis ætlaðar til notkunar við rannsóknir, atvikagreiningar og viðbragða ef ógn er til staðar. 
  • Öll vinnsla og skoðanir aðgerðaskráa eru skráðar og rekjanlegar. 
  • Umbra vinnur ávallt í samstarfi við stofnun við skoðun aðgerðaskráa. 


Hversu lengi eru þessar skrár geymdar? 

  • Almennt eru aðgerðarskrár geymdar í 90 daga fyrir flestar Microsoft þjónustur. 
  • Hægt er að lengja þann tíma ef stofnun óskar sérstaklega eftir því. 


Algengar spurningar

Hefur Umbra aðgang að tölvunni minni? 
 Ef tæki í eigu stofnunar er skráð í Intune, þá getur Umbra, í samráði við óskir ríkisaðila, beitt öryggisstillingum eins og að krefjast lykilorðs, virkja dulkóðun og tryggja öryggisstaðla. 
 Umbra getur ekki skoðað skjöl, tölvupósta, vafrasögu eða önnur persónuleg gögn beint á tölvunni þinni. 


Getur Umbra „farið inn“ á tölvuna ef þau vildu? 
➡️ Tæknilega séð er hægt að framkvæma stjórnunarverkefni ef tæki er í Intune, en það er aðeins gert samkvæmt skriflegum verkferlum og í samráði við stofnunina. Það er ekki hægt að „sneiða framhjá“ notanda eða rekjanleika.
 


Getur Umbra séð hvað ég geri á netinu? 
 Nei. Umbra rekur ekki vefvöktun og hefur ekki aðgang að vafraferli eða netnotkun nema slíkt hafi verið sérstillt af stofnun – og þá aðeins samkvæmt lögum. 


 Getur Umbra lesið tölvupóstana mína? 
 Nei. Umbra hefur ekki aðgang að pósthólfi notenda. Aðeins ef um sérstaka öryggisrannsókn væri að ræða og stofnun óskaði eftir aðstoð, gæti slíkur aðgangur farið í formlegt ferli. 


Getur Umbra skoðað skjöl á OneDrive? 
 Nei, nema skjölin séu sérstaklega samnýtt af stofnuninni með stjórnunarheimildum og Umbra fái beiðni í samráði við stjórnanda viðkomandi stofnunar.
 


 Getur Umbra eytt eða læst tæki? 
 Já, ef tæki glatast og það er skráð í Intune, þá er hægt að fjarlægja gögn og læsa tæki  – aðeins að beiðni stofnunar. Notendur geta sjálfir eytt út öllum gögnum úr farsímum (straujað) í gegnum vefpóstinn sinn.
 


 Hvernig tryggir Umbra gagnsæi í starfsemi sinni? 
 Allar stjórnunarathafnir eru skráðar, rekjanlegar og framkvæmdar í samræmi við verkferla. Umbra vinnur í nánu samstarfi við stofnanir og samkvæmt íslenskum lögum um persónuvernd og upplýsingarétt.  


Er hægt að forðast að Umbra hafi nokkurn aðgang að tækinu mínu? 
➡️ Ef tækið er í eigu þín sjálfs og ekki tengt við Microsoft 365-umhverfi stofnunarinnar (t.d. ekki í Intune), þá hefur Umbra engan aðgang eða stjórn yfir því.