Þekkt kerfisbilun við innskráningar í gangi
Ólag við innskráningar og Outlook hjá Microsoft
Umbru hefur borist til eyrna að einhverjir ríkisaðilar hafa verið að lenda í vandræðum við innskráningar í Microsoft 365, tölvupóst og calendar. Ekki er vitað meira um umfang vandamálsins.
Svo virðist sem að þetta sé þekkt vandamál hjá Microsoft eins og er og hafa þeir gefið út tilkynningu um að verið sé að vinna í úrlausn.
Við munum uppfæra hérna eftir því sem fréttir berast, en bendum ykkur jafnframt á rásirnar "MS Message center" og "MS Service health" í upplýsingaveitu skýjageira teymunum, en þar koma reglulega inn uppfærslur frá Microsoft um stöðu mála.