Ríkisaðilar sem nýta sér Azure þjónustur, og hafa gert þar til gerðan samning við Umbru, eru að fullu ábyrgir fyrir nýtingu og kostnaði við Azure, enda hafa þeir full réttindi til þess að nýta aðganginn á þann hátt sem þeim sýnist.
Umbra endurrukkar Azure kostnað frá birgja til ríkisaðila og sendir reglulega reikninga (rúmlega á mánaðarfresti). Er hér um að ræða raunkostnað við Azure + 5% álagningu frá Crayon + 2.5% umsýslugjald Umbru.
Innihalda reikningar einungis eina vörulínu "Azure_Services" og eina heildartölu fyrir notkun viðkomandi mánaðar.
Ef ríkisaðili vill skoða sundurliðaðan kostnað við Azure, þá liggur beinast við að viðkomandi aðili nýti sér Azure billing viðmótið á eigin aðgangi og hefur þar tækifæri til að rýna betur ofan í skilgreinda liði sem samanlagt mynda heildarkostnað hvers mánaðar.
Rýnt í sundurliðaðan kostnað
Eins og með allt sem fellur undir Azure, þá hefur ríkisaðili fullan aðgang í svokallaðan Cost Management og Billing hluta af umhverfinu og getur nýtt sér hann til að rýna í sundurliðaðan kostnað. Eigandi Azure áskriftar hjá Ríkisaðila hefur aðgang og getur einnig boðið öðrum aðilum inn með full eða takmörkuð réttindi til að skoða útgjöld.
Það eru til margar leiðir til að skoða kostnað og er ein útlistuð hér að neðan til að koma ríkisaðila af stað. Greinanleg gögn hafa verið afmáð í skjáskotum hér að neðan.
Byrjið á því að fara á slóðina http://portal.azure.com og skráið ykkur inn. Þegar inn er komið mun ykkar sérstillta aðgangssíða opnast, en gæti litið út svipað og hér til hliðar. | |
Ef þið sjáið "Cost management + billing" á síðunni er hægt að smella á þá táknmynd, en annars má slá þessum leitarorðum inn í leitargluggann efst á síðunni. Á þessari síðu má nálgast allar þær upplýsingar sem tengjast útgjöldum með því að flakka í valmyndinni vinstra megin. | |
Einfaldasta leiðin til að komast beint í kostnaðartölur er að smella á "Billing" og velja þar "Usage + charges" og kafa ofan í hlekkina á þeirri síðu. Einnig er hægt að sækja gögnin í Excel og vinna með þau þar. |
Ofangreint er einungis ætlað að gefa glögga mynd af því hvernig er hægt að nálgast sundurliðun kostnaðar á fljótlegan hátt, en við mælum með því að ríkisaðili kynni sér nánar innbyggða aðstoð í Azure umhverfinu, YouTube kennslu, aðstoð þjónustuaðila eða kennslusíður Microsoft: Cost Management + Billing - Microsoft Cost Management | Microsoft Learn