Er Viva Engage lausnin fyrir þig?

Eins og sumir hafa hugsanlega heyrt nú þegar, þá hefur Meta (móðurfélag Facebook) ákveðið að loka Workplace lausninni sinni og mun það fyrst hafa áhrif 31. ágúst 2025 þegar lausninni verður læst í lesham og endanlega lokað í ágúst 2026.

Það er því ljóst að ríkisaðilar sem eru að nota Workplace í dag þurfa að fara að skoða aðrar lausnir ef þeir hafa áhuga á því að halda áfram úti slíkum vettvangi fyrir starfsmenn sína.

Í því samhengi viljum við hjá Umbru benda á að innan Microsoft skýjageirans má finna lausn sem heitir Viva Engage (áður Yammer) og þjónar hún sambærilegum tilgangi fyrir fyrirtæki og Workplace hefur gert.

Viva Engage lausnin er innifalin í leyfum ríkisaðila og lausnin er nú þegar hönnuð í skýjageiranum og því tilbúin til innleiðingar fyrir þá ríkisaðila sem vilja færa sig yfir.

Ef ríkisaðilar hafa áhuga á því að nýta sér þessa lausn, þá bendum við ykkur á að eiga samtal við þjónustuaðila ykkar um mögulegt framhald og Umbra getur að því loknu virkjað umhverfið sem ríkis- og/eða þjónustuaðili innleiða.

 

Ef ríkisaðilar hafa áhuga á því að kynnast betur Viva Engage, þá bendum við á eftirfarandi hlekki:

Introducing Microsoft Viva Engage (youtube.com)

Employee Communication Platform | Microsoft Viva Engage

Viva Engage | The New Community Experience in Microsoft Teams (youtube.com)

 

Fréttir um lokun á Workplace frá Meta:

Important: Workplace is closing in 2026 | Workplace Help Centre

Meta is shutting down Workplace, its enterprise communications business | TechCrunch

Dagar Workplace eru taldir - Vísir (visir.is)