Flutningur með ShareGate Desktop

Upplýsingar

Skjal þetta er skilgreint sem vinnuskjal, Skjal er uppfært eftir þörfum.

ShareGate hugbúnaðarleyfi

Fjármála- og efnahagsráðuneytið fyrir hönd Pólstjörnu verkefnisins hefur til afnota 5 x ShareGate Desktop samtíma hugbúnaðarleyfi. Hver A-lista stofnun eða samstarfsaðili þeirra getur óskað eftir leyfislykli til notkunar meðan á flutning í skýjageira ríkisins stendur yfir. ShareGate Desktop er hugbúnaður sem aðstoðar við flutning gagna frá Onedrive, Sharepoint og Teams.

ShareGate Desktop leyfislykill er virkur til 14 Nóvember 2021

Senda skal beiðni um leyfislykil á elvar@prod.is. Að flutningi loknum skal senda annan póst á sama netfang um að notkun sé lokið.

Lesa má nánar um Sharegate desktop hugbúnað Hér

Markhópur og tilgangur skjals

Markhópur

Skjal þetta er ætlað A-lista stofnunum Íslenska ríkisins sem eru nú þegar að nýta sér Onedrive / Sharepoint Online og eru að hefja undirbúning á flutning gagna yfir í Microsoft 365 skýjageira ríkisins með ShareGate hugbúnaði.

ShareGate Desktop er einnig hægt að nýta fyrir flutning frá öðrum kerfum eins og Sharepoint þjónum, skjalaþjónum og Microsoft Teams þó innihald þessa skjals taki það ekki sérstaklega fyrir.

Tilgangur

Skjalið er ætlað sem hjálpartól, ekki endanlegur aðgerðarlisti við að flytja OneDrive / Sharepoint úr einu Microsoft 365 umhverfi í annað. Eftirfarandi upplýsingar miðast við notkun á ShareGate hugbúnaði sem aðgengilegur er A-lista stofnunum / samstarfsaðilum fyrir flutninga í skýjageira ríkisins.

OneDrive flutningur

Lýsing

Flutningur á Onedrive gögnum í skýjageira ríkisins er samstarfsverkefni viðkomandi rekstraraðila skýjageira og flutnings aðila viðkomandi stofnunar. Ekki er úthlutað hlutverkum (admin roles) í kerfum skýjageira ríkisins. Rekstraraðili skýjageira tekur út og afhendir lista yfir OneDrive svæði viðkomandi stofnunar, stofnar sérstakan flutnings notanda sem er úthlutað "Secondary Site collection admin" á þeim OneDrive svæðum. Flutnings aðili samstillir svo skrá yfir notendur og Onedrive svæði úr bæði gamla og nýja umhverfinu sem hann svo notar til flutnings á gögnum með ShareGate Desktop. Að flutningi loknum skal tilkynna rekstraraðila það svo hægt sé að fjarlægja "Secondary Site collection admin" af OneDrive svæðum.

Grein um Onedrive flutning frá ShareGate má sjá hér

Hægt er að hefja gagnaflutning áður en lén er flutt á milli umhverfa sé talin þörf á því. Mælt er með gagnaflutning utan hefðbundins skrifstofutíma vegna álagsvörn kerfisins

Aðgerðarlisti

  • Stofnun/Skýjageiri | Staðfesta að búið sé að úthluta leyfum á alla notendur sem flytja á OneDrive gögn fyrir og búið sé að stofna Migration notanda, annaðhvort cloud only eða samstilltan við Active Directory viðkomandi stofnunar en uppbygging auðkennis á flutnings notanda er með eftirfarandi sniði: mig-orri-samstarfsaðili-persona@skýjageiri.onmicrosoft.com

  • Stofnun/Skýjageiri | Óska eftir lista yfir öll OneDrive svæði viðkomandi stofnunar og fá úthlutað Secondary Site collection admin réttindi á þau svæði (framkvæmt af rekstraraðila).

  • Stofnun | Útfæra CSV skrá með lista yfir Onedrive svæði sem á að flytja, hér má sjá grein frá framleiðanda hvernig hægt er að sækja lista yfir öll Onedrive svæði í umhverfi.

    Hér má sjá CSV sniðmát yfir Onedrive svæði sem á að flytja með ShareGate Desktop:

    SourceSite;DestinationSite https://gamli-my.sharepoint.com/personal/notandi_gamli_onmicrosoft_com;https://skýjageiri-my.sharepoint.com/personal/notandi_len_is 
  • Stofnun | Setja upp ShareGate Desktop á þjón sem nota á fyrir flutning, uppsetningar leiðbeiningar frá framleiðanda má sjá hér

  • Stofnun/Skýjageiri | Tilkynna rekstraraðila skýjageirans löglega IP tölu sem ShareGate Desktop þjónn kemur út á netið sem, svo hægt sé að setja flutningsnotanda í viðeigandi öryggishóp sem leyfir eldri tegund auðkenningar og krefst ekki tveggja þátta auðkenningar.

  • Stofnun | Flytja gögn með eftirfarandi powershell skriftu eða álíka aðferð

    Skrifta

  • Stofnun/Skýjageiri | Tilkynna að flutning sé lokið til rekstraraðila skýjageirans svo hægt sé að taka secondary site collection réttindi af flutningsnotanda, fjarlægja hann úr öryggishópum og afskrá leyfi og IP tölu ShareGate Desktop þjóns.

SharePoint Online flutningur

Lýsing

Flutnings aðili stofnar þau SharePoint Online svæði sem þörf er á að flytja með "Stofna Teymi" appi skýjageirans og er þannig sjálfvirkt komin með þau réttindi sem þörf er á til að flytja gögn inn. Ekki er úthlutað hlutverkum (admin roles) í kerfum skýjageira ríkisins. Að loknum gagnaflutning og innleiðingu er mælt með að gera ábyrgðaraðila viðkomandi teymis / stofnunar eiganda af svæði og fjarlægja flutnings notanda úr hópnum.

Einungis er gert ráð fyrir flutning á 'Documents' svæðum viðkomandi SharePoint Online svæða, leiðbeiningar hér ná ekki yfir útlit eða viðbætur.

Hægt er að hefja gagnaflutning áður en lén er flutt á milli umhverfa sé talin þörf á því. Mælt er með gagnaflutning utan hefðbundins skrifstofutíma vegna álagsvörn kerfisins

Aðgerðarlisti

  • Stofnun/Skýjageiri | Staðfesta að búið sé að stofna Migration notanda, annaðhvort cloud only eða samstilltan við Active Directory viðkomandi stofnunar en uppbygging auðkennins á flutnings notanda er með eftirfarandi sniði: mig-orri-samstarfsaðili-persona@skýjageiri.onmicrosoft.com

  • Stofnun | Stofna þau teymi / SharePoint svæði sem þörf er að flytja í gegnum "Stofna Teymi" app skýjageirans, mælt er með að tekið sé rýni á eldri svæðum áður en þau eru öll stofnuð í nýju umhverfi.

  • Stofnun | Útfæra CSV skrá með lista yfir SharePoint Online svæði sem á að flytja, einfaldast er að opna viðkomandi Sharepoint síður í vafra til að finna rétta slóð þeirra

    Hér má sjá CSV sniðmát yfir SharePoint Online svæði sem á að flytja með ShareGate Desktop:

    SourceSite;DestinationSite https://gamli.sharepoint.com/sites/oldsite;https://skýjageiri.sharepoint.com/sites/newsite 

    Einnig er hægt að notast við viðmót Sharegate Desktop en þá er auðkennt á hverja síðu fyrir sig í umhverfi skýjageirans

  • Stofnun | Setja upp ShareGate Desktop á þjón sem nota á fyrir flutning, uppsetningar leiðbeiningar frá framleiðanda má sjá hér

  • Stofnun/Skýjageiri | Tilkynna rekstraraðila skýjageirans löglega IP tölu sem ShareGate Desktop þjónn kemur út á netið sem, svo hægt sé að setja flutningsnotanda í viðeigandi öryggishóp sem leyfir eldri tegund auðkenningar og krefst ekki tveggja þátta auðkenningar.

  • Stofnun | Flytja gögn með eftirfarandi powershell skriftu eða álíka aðferð

    Skrifta

  • Stofnun/Skýjageiri | Tilkynna að flutning sé lokið til rekstraraðila skýjageirans svo hægt sé að taka secondary site collection réttindi af flutningsnotanda, fjarlægja hann úr öryggishópum og afskrá leyfi og IP tölu ShareGate Desktop þjóns.

Microsoft Teams flutningur

Lýsing

Ekki er búið að útfæra lýsingu fyrir flutning á Microsoft Teams spjall eða rásarskilaboðum, hafa þarf samband við rekstraraðila skýjageira ef þörf er á flutning þess.