Umbra er rekstraraðili skýjageira fyrir ríkisaðila og er hlutverk okkar að sjá um tæknilegan rekstur skýjageirana og tryggja að hægt sé að taka á móti gögnum og upplýsingum frá ríkisaðila, ásamt því að miðla til baka upplýsingum er varða reksturinn til ríkisaðila.


Þar sem viðskiptavinir Umbru eru margir ríkisaðilar, þá treystum við á mótaðila (einn eða fleiri) hjá hverjum ríkisaðila sem við köllum þjónustutengilið (Tæknilegur tengiliður hefur verið notað líka). 


Eins og fram kemur í nafninu, þá er hlutverk tengiliðs að vera nokkurs konar brú á milli Umbru og starfsfólks ríkisaðila og beina starfsmönnum í réttar áttir í sambandi þjónustu og að miðla upplýsingum til baka til starfsmanna viðkomandi ríkisaðila.

 


TABLE OF CONTENTSVerkfæri þjónustutengiliðs

Það er mikilvægt að þjónustutengiliðir hafi aðgang að réttum upplýsingum og verkfærum til þess að geta sinnt sínu hlutverki á sem bestan hátt. Hér fyrir neðan má sjá upplýsingar um þessi verkfæri.


Upplýsingagjöf frá Umbru

Umbra sinnir upplýsingagjöf til ríkisaðila í gegnum "Upplýsingaveita Skýjageira" teymin sem finna má á Publicadministration og Judicial skýjageirunum. Teymin eru opin öllum notendum í skýjageirunum, óháð því hvort um er að ræða þjónustutengiliði eða ekki. Teymin eru ekki opin þjónustutengiliðum frá utanaðkomandi aðila (þjónustuaðilum), heldur er til sérteymi fyrir þá þjónustutengiliði. 


Til að tengjast þessum teymum er hægt að notast við eftirfarandi slóðir sem opnast í Teams forriti:


Publicadministration skýjageiriTengjast Publicadministration teymi
Judicial skýjageiriTengjast Judicial teymi


Í þessum teymum má finna eftirfarandi rásir:


GeneralAðal tilkynningarrás teymis. Hér póstar Umbra mikilvægum upplýsingum sem nauðsynlegt þykir að koma út til ríkisaðila. Þjónustutengiliðir verða að meta hvort upplýsingarnar beri að miðla innan viðkomandi ríkisaðila. Þjónustutengiliðir geta ekki póstað í þessari rás.
KaffispjallOpin rás þar sem allir geta póstað og spurt spurninga, þvert á ríkisaðila. Umbra hvetur ríkisaðila til að nýta sér þessa rás til að deila reynslu og spyrja aðra ríkisaðila spurninga. 
MS Message centerHér má finna sjálfvirkar tilkynningar frá Microsoft um væntanlegar breytingar á þjónustum og/eða þjónustuframboði Microsoft. Umbra vinnur tilkynningar út frá þessum upplýsingum ef þurfa þykir. 
MS Service healthHér má finna sjálfvirkar tilkynningar frá Microsoft í sambandi við rekstrarheilbrigði Microsoft lausna.


Beiðnakerfi/Hjálparborðið

Upplýsingabanki beiðnakerfis

Þjónustutengiliður hefur fullan aðgang að upplýsingabanka beiðnakerfis og er ætlast til að hann kynni sér uppsetningu upplýsingabanka og nýti sér hann áður en beiðnir eru sendar. 


Aðgangur að upplýsingabanka fer fram í gegnum neðangreindar vefslóðir.


Vefaðgangur

Þjónustutengiliður hefur aðgang í hjálparborð Umbru og getur þar sinnt sínum málum, eins og að biðja um aðstoð fyri sína hönd eða annarra starfsmanna ríkisaðila. Vefslóð þjónustuborðs fer eftir skýjageira viðkomandi ríkisaðila. 


Publicadministration skýjageirihttps://pa.beidnakerfi.is/
Judicial skýjageirihttps://jud.beidnakerfi.is/
Government skýjageirihttps://umbra.beidnakerfi.is/


Póstaðgangur

Þjónustutengiliður getur líka sent inn beiðnir í gegnum tölvupóst á eftirfarandi netföng:


Publicadministration skýjageirisupport@publicadministration.is
Judicial skýjageirisupport@judicial.is 
Government skýjageiritolvudeild@rfs.isMælt er með að þjónustutengiliður notist við beiðnakerfið í gegnum vefinn þar sem hann getur fylgst með framgangi á eigin beiðnum og beiðnum annarra aðila innan sama ríkisaðila.Spurt og svarað

Af hverju þjónustutengiliður?

Hver ríkisaðila ber ábyrgð á sínum starfsmönnum og gögnum og telur Umbra sér ekki fært um að taka afstöðu til beinna beiðna frá starfsmönnum ríkisaðila ef þær innifela óskir um aukinn aðgang eða þjónustu sem gætu haft öryggis- eða fjárhagslegar afleiðingar. Því treystum við á þjónustutengilið sem hefur umboð frá sínum vinnuveitandi til þess að bera á borð beiðnir sem geta snúið að ofangreindu.


Hverjir geta verið þjónustutengiliðir?

Það eru engar takmarkanir á því hverjir geta verið tengiliðir, svo framarlega sem að þeirra tilnefning njóti stuðnings forstöðumanns ríkisaðila eða ábyrgðarmanns hans.


Er hægt að vera með marga þjónustutengilið?

Já, það er hægt að vera með fjölmarga þjónustutengiliði. Er það á forræði ríkisaðila að ákveða hvert hlutverk hvers og eins er innan ríkisaðila, og á sama hátt að ákveða hvert ákvörðurnarvald hvers og eins er. Umbra getur ekki skráð hjá sér hlutverk og lítur á allar beiðnir skráðra þjónustutengiliða sömu augum.


Hverjir geta beðið um breytingar á þjónustutengiliðum?

Skráður þjónustutengiliður, forstöðumaður eða staðgengill með skjalfest umboð getur beðið um breytingu eða nýskráningu á þjónustutengiliði.


Hvaða aðgang og möguleika fær þjónustutengiliður?

Hlutverki þjónustutengiliðs fylgir aðgangur að beiðnakerfi Umbru og skjölum þess. Þjónustutengiliðir getur síðan óskað eftir aðgangi að stöðluðum miðlægum skýrslum Umbru sem snúa að rekstri ríkisaðila sem eykur yfirsýn. Einnig getur þjónustutengiliður tekið ákvarðanir fyrir sína starfseiningu sem gæti snúið að tæknilegum málum (takmörkun á stofnun Teyma) og jafnvel málum sem stofna til kostnaðar hjá ríkisaðila (Samskiptalausn sem dæmi).


Getur utanaðkomandi þjónustuaðili verið þjónustutengiliður?

Já, það er hægt. Utanaðkomandi þjónustuaðilar geta verið skráðir þjónustutengiliðir og hafa þá sömu réttindi og starfsmaður ríkisaðila, fyrir utan aðgengi í upplýsingaveitu skýjageira. Umbra er með sér teymi fyrir utanaðkomandi þjónustuaðila sem uppfyllir þarfir þjónustuaðila