Efnisyfirlit




1. Innskráning

Almennt við fyrstu innskráningu óskar Microsoft 365 eftir uppsetningu á margþátta auðkenni (Mynd 1), opnið vefslóðina https://office.com frá vinnutölvu og skráið ykkur inn með netfangi og lykilorði vinnustaðarins.

Athugið að ef innskráning er framkvæmd frá skrifstofuneti óskar kerfið ekki eftir uppsetningunni, þá er hægt að opna vefslóðina https://aka.ms/mfasetup til að hefja uppsetninguna.


Í þeim tilfellum þar sem búið er að skrá SMS eða hringingu í uppsetningu á margþátta auðkenni gefur notandi sleppt uppsetningu á Microsoft Authenticator í allt að þrjú skipti (Mynd 2).


1.1 Smellið á Next til að halda áfram.

Mynd 1Mynd 2




2. Uppsetning (Hluti 1)

Æskilegast er að hefja uppsetningu á Microsoft Authenticator frá innskráningaferli á Windows tölvu

2.1 Smellið á Next til að halda áfram.

Gott er að sækja og setja upp Microsoft Authenticator app á síma áður en lengra er haldið í tölvu, (sjá lið 3.2 a eða b)


2.2 Smellið á Next til að halda áfram.


3. Setja upp Microsoft Authenticator á síma

3.1 Finna app í Google play fyrir Android síma og App store fyrir iOS síma

Notið myndavél símans til að skanna QR kóðan, smellið á hlekk fyrir neðan QR kóðan í síma eða leitið eftir Microsoft Authenticator í Google play á Android eða App store á iOS.


Android barcode
Sækja í Google Play 
Apple barcode
Sækja í App Store 


3.2.a Setja upp app á síma (Android)

Myndband fyrir Android vantar, hægt er að styðjast við iOS myndband þar til Android myndband er klárt.

Ef símtæki er skráð í tækjastýringu (Company portal) þarf að sækja Microsoft Authenticator í gegnum Play Store einstaklings, ekki í gengum Play Store vinnuaðgangs.

3.2.b Setja upp app á síma (iOS)



4. Uppsetning (Hluti 2)

Hér skal haldið áfram þegar Microsoft Authenticator app á síma bíður upp á að skanna QR kóða

4.1 Skannið QR kóða með síma úr Microsoft Authenticator appi og smellið á Next


4.2 Sláið inn töluna sem birtist í tölvu í Microsoft Authenticator app á síma


4.3 Smellið á Next til að halda áfram til að ljúka uppsetningu


5. Skráning á GSM númeri (Ef krafist er)

Microsoft 365 umhverfið getur í einhverjum tilfellum óskað aukalega eftir að skráð sé GSM símanúmer eftir að uppsetning á appi er lokið, GSM númerið er þá notað sem varaleið t.d. við að endursetja útrunnið eða gleymt lykilorð.

5.1 Veljið land og skráið GSM númer, smellið á Next til að halda áfram


5.2 Sláið inn 6 stafa kóða úr SMS og smellið á Next til að halda áfram.


5.3 Smellið á Next til að halda áfram uppsetningu.


5.4 Smellið á Next til að ljúka við uppsetningu.


Spurt og svarað

Microsoft Authenticator biður mig að samþykkja að afrit verði ekki virkt

Afrit af Microsoft Authenticator er einungis í boði fyrir þá sem eiga Microsoft Account eða Live ID. Afrit af uppsetningu fyrir Work or School account er ekki í boði eins og stendur.


Ef þú átt Microsoft account (eða Microsoft Live ID, ekki vinnuaðgang) þarf að skrá sig inn í Microsoft Authenticator með honum fyrst, áður en Work or School account er bætt við.


Afhverju er SMS / hringing sem sjálfgefin leið ekki lengur í boði

Til að bæta öryggi og upplifun notanda í Microsoft 365 þá hefur Microsoft mælt með að afvirkja SMS og hringingu sem tveggja þátta auðkenningu. Microsoft Authenticator er sífellt að þróast og þjónar í dag t.d. innskráningu í ýmis öpp án þess að notandi þurfi að skrá sig inn aftur og aftur á milli app-a.


Hvenær verður lokað fyrir SMS eða hringingu fyrir auðkenningu

1. desember 2023 munu skýjageirar ríkisins, sem Microsoft er ekki nú þegar búnir að loka fyrir, krefja notanda sem notar SMS eða hringingu um að skipta yfir í Microsoft Authenticator. Notandi fær 3 skipti til að fresta uppsetningunni áður en aðgangur í Microsoft 365 lokast.


Ég lendi í vandræðum við að setja upp Microsoft Authenticator

Ef vandamál koma upp við stillingar á Microsoft Authenticator skal hafa samband við tölvudeild, sé engin tölvudeild til staðar ætti næsti yfirmaður að geta vísað þér réttar leiðir til að fá aðstoð.


Ég var að skipta um síma og get ekki skráð mig lengur inn

Tölvudeildin þín getur endurstillt aðganginn þinn þannig að krafist er enduruppsetningar á Microsoft Authenticator tengingunni, hafðu samband við þína tölvudeild eða næsta yfirmann fyrir aðstoð.


Ég er að fá tilkynningu frá Microsoft Authenticator en ég var ekki að skrá mig inn

Microsoft Authenticator ætti að sýna þér hvaða kerfi tilkynningin kemur frá og hvaðan úr heiminum verið er að skrá sig inn. Ef þú kannast ekki við innskráninguna skaltu sem öryggisráðstöfun endursetja lykilorðið á vinnuaðganginum þínum, getir þú ekki endursett lykilorð eða teljir þú tilkynninguna ekki koma af þínum völdum skal hafa samband við þína tölvudeild við fyrsta færi.


Tölvudeild, þjónustuaðilar, Microsoft eða aðrir ríkisaðilar ættu ekki undir neinum kringumstæðum að biðja þig sem notanda að skrá þig inn í gegnum síma, fjarfund eða með öðrum sambærilegum leiðum, gæta þarf að öryggi auðkennis síns eftir bestu getu.


Ég nota aðra útgáfu en Microsoft Authenticator

Skráningarreglan fer fram á að sett sé upp Microsoft Authenticator, ekki er hægt að notast við Authenticator app frá öðrum en Microsoft, eftir skráningu á Microsoft Authenticator er þó hægt að skrá sinn aðgang í Authenticator app frá öðrum birgja.


Þurfa gesta aðgangar einnig að skrá sig í Microsoft Authenticator

Nei, reglan þar sem þvingað er þá notendur sem nota SMS eða símhringingu á einungis við um notendur í kerfinu ekki gesta aðganga, mælt er þó með notkun á Microsoft Authenticator fyrir gesti í stað SMS.